![]() | 13. desember 2011 Viðtal í viðskiptablaði MBL Í dag tók Ásgeir Ingvarsson hjá viðskiptablaði Morgunglaðsins stutt viðtal við Ólaf Árna Halldórsson eiganda Sápunnar sem lesa má í blaðinu n.k. fimmtudag 15. desember. |
![]() | 1. desember 2011 Sápan í verslunarmiðstöðinni Firði Sápan verður með sölu- og kynningarborð í Verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði dagana 16., 17., 19., 20., 21., 22. og 23. desember. Sjáumst í jólaskapi. |
![]() | 12. nóvember 2011 Sápugerðarnámskeiðin Þann 26. október var sápugerðarnámskeið á vegum Þekkingarnets Þingeyinga haldið á Laugum með frábærri þátttöku. 8. nóvember var námskeið á Akranesi á vegum Skagastaða með svolítið öðru sniði en almennt gerist þar sem við vorum að bræða tilbúnar sápur. 9. nóvember var námskeið á Hvammstanga sem betur fer fannst eftir langan akstur í þoku. Námskeiðið var algerlega frábært og skemmtileg stemming eins og sést á myndinni hér til hliðar sem má stækk með því að smella á hana. 10. nóvember var svo námskeið á Sauðárkróki og ekki síðri stemming í mjög skemmtilegri aðstöðu hjá Þekkingarneti Norðurlands sem líka hélt utan um námskeiðið á Hvammstanga. Móttökur voru á öllum stöðum svo frábærar að bestu þakkir eru sendar öllum sem stóðu að námskeiðunum og að sjálfsögðu skemmtilegum nemendum sem komu sumir mjög langt að til að vera með. Myndir sem teknar voru á námskeiðunum verða settar fljótlega hér á vefinn. |
![]() | 5. október 2011 Sápugerðarnámskeið í Hveragerði Sápugerðarnámskeiðið í Hveragerði var fullbókað með 15 þátttakendur. Ein forföll voru því miður. Aðstaðan var hreint frábær fyrir námskeiðið og voru allir mjög ánægðir og þakklátir. Okkur hafa borist þakkir fyrir skemmtilegt og fróðlegt námskeið og gleðjumst mjög þegar nemendur hafa fyrir því að hringja og lýsa ánægju sinni með sápugerðarnámskeið. Það er líka ánægjulegt að sumir eru að byrja strax að prófa sápugerð heima. Þetta er líka rétti tíminn ef það á að gefa sápurnar í jólagjöf eða nota í jólabaðið. |
![]() | 5. september 2011 |
![]() | 29. ágúst 2011 Soap Eruption á Ljósanótt í Reykjanesbæ Sápan verður með borð í sölutjaldi FMR á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Verðum með allar vinsælustu sápurnar okkar og bjóðum sérstök Ljósanæturverð. Tjaldið opið: 1. sept. fimmtudag kl 17-22, 2. sept. föstudag kl 17-22, 3. sept. laugardag kl 13-22, 4. sept. sunnudag kl 13-17. Posinn verður með svo þú ættir að líta við og ná nokkrum góðum sápum á verðum sem sjaldan sjást. |
![]() | 18. ágúst 2011 |
![]() | 16. júlí 2011 Þorvaldseyrarsápan Fátt er betra en repjuolía í sápu. Bærinn Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum selur nú repjusápu í Gestastofunni þar sem kvikmyndin um Eyjafjallagosið er sýnd. Sápan er framleidd og pökkuð sérstaklega. Aðalhráefnið er repjuolían sem framleidd er á bænum úr repju sem þar er líka ræktuð. Repjan er í margt gagnleg því í dag var Ólafur Eggertsson bóndi með kynningu á repjuræktun á Farmal-fagnaði á Hvanneyri þar sem hann framleiddi lífdísel-eldsneyti úr repjuolíunni. Komið við í Gestastofunni á Þorvaldseyri og kaupið repjusápu. |
![]() | 7. júlí 2011 Enn fjölgar söluaðilum Eden í Hveragerði er nú einn af söluaðilum sápunnar. Þar er á ný skemmtileg minjagripaverslun og er okkur tjáð að fjöldi ferðafólks sé mjög vaxandi í Eden eins og annarsstaðar sem ferðamenn koma saman. Þið ættuð að skoða hjá þeim. Vonandi verður þetta aftur vinsæll staður eins og hann var. |
![]() | 30. júní 2011 Fjölgun sölustaða Nú hefur sölustöðum okkar fjölgað enn og hefur The Viking Hafnarstræti 104 á Akureyri og Stapafell Hafnargötu 50 í Keflavík hafið sölu á Víkingasápunum og Gjóskusápunum. Skoðið endilega þessar verslanir og þær sem bættust við nýlega Woolcano og Ísbjörninn á Laugaveginum í Reykjavík. Þá selur orðið verslunin Urta við Austurgötu 47 í Hafnarfirði sápur frá okkur en hún pakkar sínum sápum sjálf. Þar má fá ýmsar fleiri vörur úr íslenskum jurtum sem framleiddar eru af Urtu og öðrum framleiðendum. Mjög áhugaverð og spennandi ný verslun sem við erum stolt af að framleiða sápur fyrir. |
![]() | 22. júní 2011 Gestastofan á Þorvaldseyri Eins og sjá má á myndinni til vinstri ef smellt er á hana og hún stækkuð þá skipa Gjóskusápurnar veglegann sess á afgreiðsluborðinu í Gestastofunni á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllunum. Þarna má sjá sápuna í kössunum í tveggja hillu standinum og síðan eru sápurnar í þæfðri ull og svo litlu Gjóskusápurnar í pokunum. Þarna er höfð sápa án umbúða svo fólk geti séð hana og lyktað af henni. Sápan í þæfðu ullinni er sérstaklega framleidd fyrir Gestastofuna úr Repjuolíunni sem framleidd er á Þorvaldseyri. |
![]() | 16. júní 2011 Nýir sölustaðir Í dag bættust við tvær verslanir sem selja sápurnar. Það eru Woolcano á Laugavegi 100 og Ísbjörninn á Laugavegi 38 í Reykjavík. |
![]() | 22. maí 2011 |
![]() | 2. apríl 2011 Sápugerðarnámskeið á Suðurlandi Nú er lokið námskeiðum sem haldin voru fyrir Fræðslunet Suðurlands. Þau voru á Selfossi, Hvolsvelli og á Vík með mjög góðri þátttöku og miklu fjöri. Árdís hjá Fræðslunetinu var dugleg við myndatökur á Selfossi og má hér sjá myndirnar hennar: https://picasaweb.google.com/steikolb/SapugerASelfossi?feat=directlink |
![]() | 4. mar. 2011 Sápustandur Nú bjóðum við söluaðilum stand úr plexigleri fyrir sápurnar. Hæð 35cm Breidd 10cm Dýpt 30cm. Standurinn er góður á borð eða hillu. Hægt er að raða 4 sápum í 3 litlar hillur. Alls 12 sápur í standinn. Ekki er innheimt greiðsla fyrir standinn nema ef aðili hættir að selja sápurnar og skilar ekki standinum. Söluaðilar geta fengið fleiri en einn stand ef þeir eru með mikið af sápum frá okkur. Smellið á myndina hér til hliðar til að stækka hana. |
![]() | 29. jan. 2011 Sápuálfurinn opnaður Formlega var opnaður vefur í dag þar sem þú getur pantað allar sápurnar. Vefurinn er með innkaupakörfu sem þú bara velur í og getur svo gengið frá greiðslu gegnum PayPal ef þú skráir þig hjá þeim. Þá geturðu greitt með nánast hvaða korti sem er eða með millifærslum. Kaupið sápuna okkar á www.soapelf.com |