Baðbombur
Baðbomburnar eru framleiddar sem hálfkúlur, 90 gr. og 20 gr. með ilmkjarnaolíum. Saltið í baðbombunum er íslenskt sjávarsalt. Við leggjum áherslu á að til sé á lager baðbombur með "Lavender", "Lemon", "Orange" og "Peppermint". Aðrar ilmkjarnaolíur er hægt að fá í bombunum ef óskað er sérstaklega.
Baðbombur má nota í baðið, heitapottinn eða fótabaðið. Það er smekksatriði hvað nota skal mikið magn af baðbombum í einu. Í heitapottinn hefur komið vel út að nota 1-2 stk. 90gr hálfkúlu, í baðið 1 stk. 90gr hálfkúlu eða 2-3 stk. 20gr hálfkúlu, í fótabaðið 1-2 stk. 20gr hálfkúlu.