Sápugrunnur
Glær glycerinsápa og hvít geitarmjólkursápa Sápan er í litlum molum sem eru í raun tilbúin sápa. Sápuna má nota eins og hún er eða bræða hana og móta að vild. Einnig má bæta við hana ilmolíum og litum ef vill. Sápugrunna er hægt að bræða í vatnsbaði, þ.e. vatn er hitað í potti og sápan sett í annan pott eða ílát sem þolir að vera í heitu vatni. Líkt og gert er með súkkulaði eða t.d. kerti þegar þau eru brædd. Sápuna er einnig hægt að bræða í örbylgjuofni. Þegar sápan er orðin fljótandi er hægt að bæta í hana ilmolíu. Hrærið henni vel saman við í ráðlögðu magni við rétt hitastig. Ef vill má setja lit í sápuna. Litur er þá settur í hæfilegu magni í sápuna meðan hún er fljótandi. Hrærið sápuna uns hún hefur skipt um lit og er öll lituð þeim lit sem settur var útí. Svo er hægt að hafa hluta sápunnar án litar og hluta í lit eða litum. Duftliti þarf þá að hræra hvern fyrir sig í fljótandi sápu og síðan er hrærunum hellt saman. Notið hugmyndaflugið og skapið skrautlegar sápur. Ef sápan á að vera einlit er bara sett hæfilegt magn af duftinu í sápuna meðan hún er fljótandi og hún hrærð vel þar til hún hefu öll tekið þann lit sem settur var í hana. Reikna má með að litir dofni örlítið þegar búið er að hræra þá út í sápunni. Sápuna má hræra með sleif eða písk. Almennt eru þó notaðir þeytarar eða töfrasprotar fyrir rafmangi. Sápulitir
Duftsápulitur Duftlitur er almennt notaður þannig að hann er hrærður út í fljótandi sápu. Það er þó hægt að hræra hann út í vatni ef vill. Hann þykir þó ekki eins góður þannig. Duftið er sett í sápu sem er verið að hræra frá grunni eða sápu sem hefur verið brædd upp. Magn sem er notað er hæfilegt að reikna 1gramm af lit í 1 kíló af sápu. Ef aðeins er verið að hræra 0,5 kg af sápu er því nóg að nota 0,5 gr af lit í hræruna. Ef notað er meira magn en 2 gr af lit í 1 kg af sápu er orðin hætta á að froðan sem kemur þegar sápan er notuð verði lituð. Ef hæfilegt magn er notað er froðan af sápunni almennt hvít. Flestum finnst það best. Ilmolíur
Ilmolía í sápu Ilmolíu er bætt útí fljótandi sápu sem er verið að hræra frá grunni eða sem hefur verið brædd upp. Ilmolíu má ekki setja útí sápu sem er heitari en 52oC. Ef það er gert er hætta á að ilmurinn gufi allur upp. Allar ilmolíur dofna frá því sem þær eru í glösunum. Magn sem notað er af ilmolíum fer nokkuð eftir smekk hvers og eins. Oftast er hæfilegt magn 30 ml af ilmolíunum í 1 kg af sápu. Ilmolíurnar eru framleiddar sérstaklega til nota í sápur en passa þarf að mæla hitastigið á sápunni áður en ilmolíunum er hellt í. Hræra þarf vel í sápunni þegar ilmolíu hefur verið hellt í. pH-mælistrimlar
pH-mælistrimlar Strimlarnir eru notaðir til að mæla sýrustig sápunnar sem við viljum hafa nálægt því sem er í húðinni okkar, þ.e. 5,5 á pH-kvarðanum. Ferhyrning á öðrum endanum á strimlinum þarf að hafa í 2-3 sek á blautum bletti á sápunni. Hann skiptir þá um lit eftir sýrustiginu. Litakvarði sýnir sýrustigið. Allt er í lagi ef við erum á bilinu 6-10. Passið að sápan sé ekki yfir 10. |