Sápur

Herpiplastpakkningar
Herpiplast er okkar aðalpakkning á sápum og t.d. baðbombum. Innihaldslýsingar eru á öllum vörum ásamt strikamerkjum og lotunúmerum.

100 gr. sápum er pakkað 6 stk. í búnt og 25 gr. sápum er pakkað 12 stk. í búnt. Þá má nefna að sápur sem ull er þæfð utanum eru 6 stk. í poka. Allar sápur eru með strikamerkjum og lotunúmerum sem eru aftan á sápunum.

Verslanir geta pantað vörur í stykkjatali eða búntum. Rétt eins og hentar.

Myndir hér á vefnum má stækka með því að smella á þær.
Starfsleyfi Sápunnar
Starfsleyfi Sápunnar fyrir Brekkustíg 41 í Reykjanesbæ. Það má smella á myndina til að stækka hana. Starfsleyfið gildir frá 7. mars 2013 til 7. mars 2025.
Starfsleyfi
Sápan hóf starfsemi í janúar 2009.
Til hliðar má sjá starfsleyfi Sápunnar sem afgreitt var á 229. fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 22. mars 2012. Það var gefið út þegar starfsemin var flutt í 80 fermetra iðnaðarhúsnæði að Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ. 
   
Sápustandar
Við getum útvegað verslunum að kostnaðarlausu litla sápustanda með tveimur eða þremur hillum. Standarnir passa ágætlega fyrir sápurnar þar sem ekki er selt mikið magn.