Sápa í ull

Sápa í ull 45 gr
Sápa sem kemba er þæfð utanum er sérstaklega vinsæl í USA og Bretlandi. Þegar sápan er notuð þarf ekki að nota þvottapoka heldur er sápan bleytt vel og kreist svo hún freyði vel út í ullina.
Góður mildur ilmur er af sápunni.
Eins og myndir sýna er ullin í fjölbreyttum litum og eru litasamsetningarnar ótalmargar. Einnig þæfum við utan um sápur í blönduðum sauðalitum auk þess að hafa þá einlita, þ.e. svart, hvítt, grátt og mórautt.
Sápa í ull 6stk. í poka
Til þæginda fyrir verslanir er sápunni pakkað 6 stk. í poka.