Víkingasápur

  
Gunnar
Sápan er 100gr. eða 25gr. Pakkað í herpiplast. Sápan er í grunninn úr íslenskri tólg frá Störuvöllum. Íslensku birki er auk þess blandað í sápuna sem bætiefni.

Það er vitað að Víkingafjölskyldur þvoðu sér og voru mjög hreinlegar. Við teljum að Gunnar á Hlíðarenda, hinn mikli íþróttakappi og bardagahetja, hafi sennilega notað birki í sína sápu. Vegna þess að birkið er talið draga úr bólgum og hjálpa til við að græða rispur sem hann hefur örugglega oft fengið í bardaga eða íþróttakeppni. Sápan er mjög góð í sturtuna.
Smellið á myndirnar til að stækka þær.
   
  
Hallgerður
Sápan er 100gr. eða 25gr. Pakkað í herpiplast. Sápan er í grunninn úr íslenskri tólg frá Störuvöllum. Íslensku blóðbergi er auk þess blandað í sápuna sem bætiefni.

Hallgerður Langbrók, ein fallegasta kona á Víkingöld hefur örugglega gert góða sápu. Við getum ímyndað okkur hvaða efni hún gæti hafa notað og hvernig hún gerði sápuna sína. Uppskrift Hallgerðar höfum við lagað að þörfum húðarinnar okkar og bætt í rómantískri ilmolíu. Hallgerður hefur örugglega viljað að húðin væri sterk og falleg. Góð sápa í baðið og sturtuna.